SAF stóðu fyrir fjölda viðburða af ýmsu tagi á árinu.
Fjöldi félagsfunda fór fram á vegum samtakanna um málefni tengd rekstrar- og sakeppnisumhverfi aðildarfyrirtækjanna, m.a. um breytingar á lögum og reglugerðum og samskipti við stjórnvöld.
Aðalfundur SAF og Ferðaþjónustudagurinn voru að þessu sinni haldnir hvor í sínu lagi, á Húsavík að vori og í Hörpu að hausti.
Samtökin héldu sem fyrr uppi öflugu fræðslustarfi með ýmiss konar fundum og viðburðum, m.a. með nýjunginni SAFx – fyrirlestraviðburði um stafræna markaðssetningu.
Þá stóðu SAF fyrir ýmsum viðburðum, fræðslufundum, og málstofum ásamt góðum samstarfsaðilum, þar á meðal SA, Íslenska ferðaklasanum, Íslandsstofu, Ferðamálastofu og SVÞ svo fáeinir séu nefndir.